Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, hefur komið Mykhailo Mudryk til varnar eftir hörmulegt gengi hans frá komunni til Chelsea.
Úkraíunumaðurinn var keyptur dýrum dómi til Chelsea frá Shakhtar Donetsk í janúar.
Kappinn hefur þó alls ekki staðið undir væntingum.
„Treystið mér, Mudryk er að leggja mikið á sig til að bæta sig. Hann er að reyna að læra betur hvernig það er að spila sem lið en hann er ungur og á eftir að bæta sig mikið,“ segir Pochettino.
„Við erum svo ánægðir með hvað hann hefur tekið miklum framförum.“
Chelsea heimsækir Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og þarf á sigri að halda eftir skelfilega byrjun á leiktíðinni.