fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Hand­viss um að Liver­pool muni versla mikið í sumar – „Það er beðið eftir honum sé þess þörf en aldrei panikkað“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carrag­her, fyrrum leik­maður Liver­pool og nú­verandi sér­fræðingur Sky Sports er sann­færður um að sitt gamla fé­lag muni versla mikið í næsta fé­lags­skipta­glugga.

Liver­pool hefur ekkert verslað í janúar og ætla sér ekki að bæta við leik­manna­hóp sinn. Það veldur pirringi hjá sumum af stuðnings­mönnum liðsins þar sem gengi liðsins hefur ekki staðið undir væntingum.

Liver­pool situr í 9. sæti ensku úr­vals­deildarinnar um þessar mundir og telur Carrag­her að stigið verði fast á bensín­gjöfina er kemur að næsta fé­lags­skipta­glugga hjá fé­laginu.

„Meiðsla­lega séð hafa þeir átt mjög slæmt tíma­bil. Stundum er það bara hrein ó­heppni, stundum tengist það því hvernig meiðsli eru með­höndluð, hver á í hlut. Liver­pool hefur ekki fyllt upp í skarð læknis sem yfir­gaf fé­lagið síðasta sumar, hvort það sé vanda­málið veit ég ekki.

En liðið hefur verið mjög ó­heppið og þurfa að lappa upp á lækna­t­eymi sitt, engin spurning.“

Aldrei að panikka

Hvað fé­lags­skiptin varðar hafði Carrag­her þetta að segja við Sky Sports um Liver­pool:

„Ég skil pirringinn hjá stuðnings­mönnum Liver­pool þegar að þeir sjá önnur fé­lög spreða miklum peningum í leik­menn hægri vinstri á meðan að ekkert gerist hjá Liver­pool, þetta lítur út eins og fé­lagið hafi gefist upp á að reyna ná Meistara­deildar­sæti.“

Carrag­her myndi hins vegar aldrei vilja að sitt fé­lag myndi panikka á síðustu andar­tökum fé­lags­skipta­markaðsins.

„Það sem fé­lagið gerir ekki á fé­lagskipta­markaðnum er að panikka og ég tel knatt­spyrnu­stjóra liðsins, Jur­gen Klopp, hafa sýnt það að hann kann sitt­hvað á markaðnum, til að mynda með til­komu Virgil van Dijk.

Hvort að Liver­pool sé ekki að fá til sín leik­menn núna vegna þess að þeir eiga ekki peninginn til, eða að leik­maðurinn sem Klopp vill er ekki fáan­legur á markaðnum er bara allt önnur um­ræða.“

Hann er sann­færður um að Liver­pool muni gera mikið á fé­lags­skipta­markaðnum í sumar þar sem fé­lagið hefur meðal annars verið orðað við enska lands­liðs­manninn Jude Belling­ham.

„Ég er viss um að margir stuðnings­menn hafi viljað sjá eitt­hvað mikið og stórt gerast í janúar en ég myndi ekki vilja að Liver­pool færi aftur í sama gamla farið sem var við lýði þegar að ég var leik­maður fé­lagsins. Þá voru keyptir leik­menn og eftir það var vonað að sam­starfið myndi ganga upp.

Undan­farið hafa kaup fé­lagsins verið á þá leið að Klopp fær leik­manninn sem hann vill, það er beðið eftir honum sé þess þörf en aldrei panikkað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tapar 64 millljónum á gjaldþrota vatni

Tapar 64 millljónum á gjaldþrota vatni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allir starfsmenn Tottenham fá frían miða á úrslitaleikinn en starfsmenn United ekki neitt

Allir starfsmenn Tottenham fá frían miða á úrslitaleikinn en starfsmenn United ekki neitt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir Trent hafa gert ráð fyrir harkalegum viðbrögðum

Segir Trent hafa gert ráð fyrir harkalegum viðbrögðum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United sættir sig við rosalegt fjárhagslegt tap

United sættir sig við rosalegt fjárhagslegt tap
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Verður líklega sá dýrasti í sögunni ef hann fer

Verður líklega sá dýrasti í sögunni ef hann fer
433Sport
Í gær

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þá aumkunarverða – „Takið til í hausnum á ykkur, trúðar“

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þá aumkunarverða – „Takið til í hausnum á ykkur, trúðar“
433Sport
Í gær

Segir hegðun hins umdeilda eiganda vera hneyksli – Sjáðu uppákomuna

Segir hegðun hins umdeilda eiganda vera hneyksli – Sjáðu uppákomuna