fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Benedikt stóð á öndinni er heitar umræður Hjörvars og Bjarna Ben fóru á flug – „Hvað er að gerast í þessum þætti?“

433
Sunnudaginn 29. janúar 2023 07:00

Bjarni Ben og Hjörvar Hafliðason í Íþróttavikunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudagskvöldum. Gestur með honum var Hjörvar Hafliðason, Dr. Football.

Þeir fóru yfir enska boltann en Bjarni styður Manchester United og hefur gert síðan hann var ungur. Bjarni spilar Fantasy leik enska boltans og er lunkinn spilari. Hjörvar, er í topp tíu á Íslandi, kom með ráð fyrir Bjarna þegar var verið að ræða um Brasilíumanninn Antony.

Benedikt Bóas, þáttastjórnandi, vildi vita hvað brassinn kæmi með til borðsins en Hjörvar vildi gefa honum tíma. Upphófst svo atburðarrás þar sem Hjörvar og Bjarni yfirtóku þáttinn.

„Hann er ekki í fantasy liðinu hjá mér,“ sagði Bjarni og Hjörvar greip boltann á lofti. „Ég skal gefa þér fantasy ráð. Þetta er ekki leikmaðurinn sem þú vilt. Þú verður að skoða vítaskyttur. Ertu kominn með Brúnó?
Hann er á leið í double gameweek. Þú verður að fara hugsa mikið lengra,“ sagði Hjörvar.

Ráðherrann benti á að hann væri með tvo leikmenn frá Manchester United í sínu liði. „Luke Shaw og Marcus Rashford,“ giskaði Hjörvar á.

Bjarni hugsaði sig smá um áður en hann svaraði. „Rashford er inni.“

Þá skaut Benedikt inn í að hann væri búinn að missa alla stjórn á þessum þætti og skipti í auglýsingar. „Hvað er að gerast hérna í þessum þætti?“ spurði hann forviða.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kostuleg saga af Wayne Rooney þegar hann var rekinn

Kostuleg saga af Wayne Rooney þegar hann var rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leki úr herbúðum United hefur hætt á síðustu mánuðum – Spjótið beinist því að einum manni

Leki úr herbúðum United hefur hætt á síðustu mánuðum – Spjótið beinist því að einum manni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Færa leikinn í Garðabænum – Leikið í körfunni sama kvöld

Færa leikinn í Garðabænum – Leikið í körfunni sama kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Delap nálgast ákvörðun

Delap nálgast ákvörðun
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“
433Sport
Í gær

Casemiro gefur í skyn að hann vilji halda áfram á Old Trafford

Casemiro gefur í skyn að hann vilji halda áfram á Old Trafford
433Sport
Í gær

Everton gerði sér vonir en Inter hafði betur

Everton gerði sér vonir en Inter hafði betur
Hide picture