Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Kaupmannahöfn
Eins og flestir vita nú er Gylfi Þór Sigurðsson í hóp hjá Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld og gæti hann spilað sinn fyrsta leik í meira en tvö ár.
Lyngby mætir Vejle nú klukkan 17 og er Gylfi Þór á bekknum.
Okkar maður fékk svakalegar viðtökur þegar hann mætti út í upphitun og var nafn hans sungið.
Gylfi skokkaði svo til stuðningsmanna og uppskar mikil fagnaðarlæti.
Myndband af þessu er hér að neðan.