Sandro Tonali viðurkennir að hann hafi átt gríðarlega erfitt með að venjast því að búa í Newcastle eftir að hafa gengið í raðir félagsins frá AC Milan.
Tonali kostaði Newcastle 60 milljónir punda í sumar en hann skoraði í sínum fyrsta leik og byrjaði svo sannarlega vel.
Borgin, félagið og liðsfélagar hans hafa hjálpað Tonali að aðlagast og er hann á betri stað í dag en í byrjun.
,,Þetta sumar hefur verið erfitt og byrjunin var mjög erfið. Það var ekki auðvelt að aðlagast Newcastle,“ sagði Tonali.
,,Fólk hefur stutt við bakið á mér og eru enn að gera það í dag. Eftir fyrsta leikinn varð allt auðveldara og ég varð ánægðari eftir hjálp frá herra Howe og hans starfsfólki.“
,,Þau hafa hjálpað mér bæði persónulega og íþróttalega. Liðsfélagarnir mínir hafa verið magnaðir, sérstaklega þegar kemur að tungumálinu. Þetta var afar erfiður tími.“