fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Ferguson gjörsamlega missti sig við goðsögn United – „Þá spiliði aldrei aftur fyrir þetta félag“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. september 2023 13:21

Sir Alex Ferguson hringdi tvisvar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand rifjaði nýlega upp þegar Sir Alex Ferguson, Manchester United goðsögn og fyrrum stjóri liðsins, missti sig við Ruud van Nistelrooy.

Þetta var árið 2002 og United hafði tapað 3-1 fyrir Manchester City. Á þessum tíma var United mun betra lið en City.

„Við töpuðum 3-1 og Shaun Goater skoraði tvö mörk. Þetta var fyrsti nágrannaslagurinn sem ég spilaði í og ég áttaði mig á í búningsklefanum eftir leik hversu stórt þessi viðureign væri,“ sagði Ferdinand.

„Við gengum inn í klefa og stjórinn lokaði hurðinni. Það var allt hljótt en svo truflaðist hann. Ruud van Nistelrooy, sem var í guðatölu þarna, gekk inn með City treyju og Ferguson gjörsamlega missti sig við hann.“

Þó svo að mikill munur væri á liðunum hafði Ferguson engan húmor fyrir þessu.

„Hann sagði: „Ef ég sé einhverni ykkar ganga inn með City treyju aftur þá spiliði aldrei aftur fyrir þetta félag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“