P1-0 Arnþór Ari Atlason(’48)
1-1 Jannik Pohl(’77, víti)
Það fór fram einn leikur í Bestu deild karla í kvöld er HK fékk Fram í heimsókn í fallbaráttuslag.
Bæði lið geta enn fallið í Lengjudeildina en leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir vítaspyrnu undir lok leiks.
Jannik Pohl tryggði Fram stig af vítapunktinum en Arnþór Ari Atlason hafði komið HK yfir.
Eftir 23 umferðir er HK með 26 stig og er Fram með 20 stig og fer úr fallsæti með þessu stigi.