Það er ekki ólíklegt að Jadon Sancho fari frá Manchester United í janúar eftir fjaðrafokið undanfarið.
Sancho fær ekki að æfa með aðalliði Manchester United en hann svaraði árásum Erik ten Hag á samfélagsmiðlum.
Sanco hefur nú eytt út yfirlýsingu sinni þar sem hann svaraði Ten Hag en hann neitar að biðjast afsökunar.
Manchester Evening News segja að bæði Dortmund og Nottingham Forest skoði það nú að fá Sancho á láni í janúar.
Sancho var einmitt keyptur til United frá Dortmund á 73 milljónir punda sumarið 2021.
Þá var Steve Cooper, stjóri Forest, þjálfari enska U17 landsliðsins þegar Sancho var þar.