Rannsókn lögreglu í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar er á lokastigi. Bylgja Hrönn Baldursdóttir hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar staðfestir þetta við mbl.is.
Þann 23. ágúst var greint frá því að Albert hefði verið kærður fyrir kynferðisbrot. Málið hefur síðan verið á borði lögreglu. Sjálfur neitar Albert allri sök.
Meira
Albert neitar allri sök
Albert hefur spilað áfram með félagsliði sínu, Genoa, en samkvæmt reglum KSÍ var hann settur til hliðar hjá íslenska landsliðinu.
Sem fyrr segir er rannsóknin komin á lokastig en þegar henni er lokið verður málið sent á borð ríkissaksóknara. Í kjölfarið er tekin ákvörðun um hvort eigi að ákæra eða láta málið niður falla.