Erling Braut Haaland fær nú á baukinn víða fyrir færslu á Twitter (X) sem hann setti inn í gær.
Framherjinn, sem er á mála hjá Manchester City, hefur verið í fullu fjöri með norska landsliðinu undanfarið en í gær birti hann mynd af sér þar sem tók boltann á lofti og skrifaði: AIRling. Birti hann mynd af flugvél með.
Haaland hefur fengið holskeflu af gagnrýni fyrir þetta í ljósi þess að hann birti færsluna í gær, 11. september.
22 ár voru frá árás á Tvíburaturnana í Bandaríkjunum og þykir færslan því taktlaus.
„Þú valdir versta mögulega daginn fyrir þetta,“ skrifaði einn netverjinn og hundruðir tóku í svipaðan streng.
Það má gera ráð fyrir því að Haaland hafi þó ekki sett færsluna inn sjálfur en stærstu stjörnur heims eru flestar með teymi á bak við sig í þessum efnum.
𝗔𝗜𝗥ʟɪɴɢ ✈️🇳🇴 pic.twitter.com/8mTti6NGSf
— Erling Haaland (@ErlingHaaland) September 11, 2023