„Nei ég er ekki þar, við erum að byggja upp nýtt lið;“ segir Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur Íþrótavikunnar fyrir landsleikinn gegn Lúxemborg í kvöld. Hann gerir ekki kröfu á skyldusigur.
„Við erum með fullt af eldri leikmönnum, við erum í uppbyggingu og smíða nýtt lið. Þetta erfiður leikur á útivelli en skyldusigur gegn Lúxemborg á heimavelli.“
Leikurinn hefst klukkan 18:45 í kvöld en íslenska liðið verður að ná sigri í leiknum til að eiga veika von á öðru sætinu í riðlinum í undankeppni Evrópumótsins.
„Ég er smá ekki bjartsýnn fyrir þennan leik, Lúxemborg er í þriðja sæti í riðlinum og hafa náð í góð úrslit. Eru góðir í fótbolta,“ segir Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu.
„Sverrir dettur út og Willum er í banni, Albert Guðmundsson er ekki með. Þetta er lakari hópur en í síðasta glugga þar sem við fegnum 0 stig.“
Umræðan er í heild hér að neðan en Íþróttavikan er klukkan 21:00 á 433.is í kvöld.