Það er byrjað að anda köldu á milli stjórnar FC Bayern og Thomas Tuchel eftir nokkra mánaða samstarf, Tuchel er þekktur fyrir að vera erfiður í samskiptum.
Tuchel var óhress með forráðamenn Bayern á leikmannamarkaðnum í sumar og hefði viljað bæta við fleiri leikmönnum.
Tuchel fékk þó Harry Kane á 100 milljónir punda og bætti einnig við fleiri leikmönnum, hann hefði þó viljað meira.
Joao Palinha frá Fulham var nálægt því að ganga í raðir félagsins og þá vildi Tuchel fá Trevoh Chalobah frá Chelsea en fékk ekki.
„Við erum með þunnan hóp, við erum með sex varnarmenn í fjórar stöður. Það er alveg fullkomið,“ sagði Tuchel eftir leik um helgina.
Þessi kaldhæðni í Tuchel fór ekki vel í stjórn Bayern sem er samkvæmt Bild farin að pirra forráðamenn Bayern verulega.