Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sitt fyrsta mark í MLS deildinni í nótt þegar lið hans St. Louis City vann Dallas.
Nökkvi gekk í raðir St. Louis City í sumar frá liði í Belgíu þar sem hann hafði verið í tæpt ár.
Nökkvi kom inn af bekknum í nótt og mætti á fjærstöngina þar sem hann kláraði færið sitt vel.
Þessi öflugi sóknarmaður hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en hann var einn öflugasti leikmaður Bestu deildarinnar á síðasta ári.
St. Louis City hefur vegnað afar vel í MLS deildinni í ár en mark Nökkva má sjá hér að neðan.
⚽️ GOAL CITY! #AllforCITY
⚜️ 🏙️⚜️ 🏙️Nökkvi Thórisson opens his MLS account. 🇮🇸🇮🇸🇮🇸#AllForCITY | #STLvDAL 2-0
📺 @AppleTVpic.twitter.com/5TiuaS9cKZ— Andrea Katherine (@AndreaKatSTL) August 31, 2023