Nadiem Amiri flaug frá Þýskalandi til Leeds á mánudag með einkaflugvél en Bayer Leverkusen hafði þá samþykkt 5 milljóna punda tilboð Leeds í kappann.
Þessi þýski miðjumaður kom með fjölskylduna sína með sér og fór á æfingasvæði Leeds til að ræða við fólk þar.
Hann fór svo að skoða borgina sjálfa með fjölskyldu sinni en skömmu eftir þá skoðunarferð hætti Amiri við að skrifa undir.
Stjórnarmenn Leeds voru ansi hissa að þessi 26 ára miðjumaður hefði hætt við en eitthvað við borgina varð til þess að hann skrifaði ekki undir.
Amiri á fimm landsleiki fyrir Þýskaland að baki en hann var efstur á óskalista Daniel Farke fyrir tímabilið en nú er ljóst að hann verður ekki leikmaður Leeds.