Matteo Guendouzi er að ganga í raðir Lazio frá Marsille.
Miðjumaðurinn var áður á mála hjá Arsenal en eftir góðan tíma með Marseille er Lazio að kaupa hann á 15,4 milljónir punda.
Arsenal mun hagnast aðeins á sölunni vegna þess að félagið samdi við Marseille um að fá 15% af framtíðarsölu.
Það mun gera um eina og hálfa milljón punda eða 250 milljónir íslenskra króna.