Það má búast við fjöri í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en spilað er á St James’ Park í Newcastle.
Um er að ræða leik í þriðju umferð deildarinnar en Liverpool er andstæðingur Newcastle að þessu sinni.
Þessi tvö lið vilja berjast um efstu sætin á þessu tímabili en Liverpool er taplaust hingað til en Newcastle ekki eftir tap gegn Manchester City í síðustu umferð.
Hér má sjá byrjunarliðin í dag.
Newcastle: Pope, Trippier, Schar, Botman, Burn, Tonali, Guimaraes, Joelinton; Almiron, Isak, Gordon
Liverpool: Alisson, Robertson, Van Dijk, Matip, Alexander-Arnold, Endo, Mac Allister, Szoboszlai, Gakpo, Salah, Diaz