Titilbaráttan í Lengjudeildinni ætlar að verða rosaleg á þessu tímabili en bæði Afturelding og ÍA eru með 40 stig.
Afturelding hefur verið að klikka í undanförnum leikjum eftir að hafa verið með góða forystu og tapaði 2-0 heima gegn Leikni í dag.
Það þýðir að bæði ÍA og Afturelding eru með 40 stig eftir 19 leiki en aðeins eitt lið kemst beint upp í efstu deild.
Leiknir vann mikilvægan sigur í baráttunni um umspilssæti og erm eð 29 stig, fjórum stigum á undan Grindavík sem er sæti neðar.
Vestri er vann sína viðureign á sama tíma 3-1 gegn Fjölni og er með einu stigi meira en Leiknir í fjórða sæti.
Afturelding 0 – 2 Leiknir R.
0-1 Róbert Hauksson
0-2 Davíð Júlían Jónsson
Vestri 3 – 1 Fjölnir
1-0 Gustav Kjeldsen
1-1 Bjarni Gunnarsson(víti)
2-1 Gustav Kjeldsen
3-1 Benedikt V. Warén