fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Einn sá umdeildasti í sögunn vill gerast forseti – ,,Þekkið bara eina hlið af mér“

Victor Pálsson
Laugardaginn 26. ágúst 2023 16:00

Diouf er hér til hægri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn umdeildasti knattspyrnumaður sögunnar, El Hadji Diouf, leitast eftir því að komast í forsetastólinn í Senegal.

Diouf vill verða forseti senegalska knattspyrnusambandsins en hann er fyrrum landsliðsmaður Senegal og lék lengi vel á Englandi.

Diouf spilaði með liðum eins og Liverpool og Bolton en var gríðarlega umdeildur og sást til að mynda hrækja á andstæðing í leik í Skotlandi.

Hann segir að fólk dæmi sig út frá knattspyrnuferlinum en vandræðin verða ekki þau sömu ef hann fær starfið sem forseti.

,,Ég get séð sjálfan mig sem forseta senegalska knattspyrnusambandsins. Ég gæti byrjað á morgun,“ sagði Diouf.

,,Ég sé ekki af hverju það er ekki möguleiki, ég er mjög metnaðarfullur náungi. Fólk þekkir bara eina hlið af mér.

,,Það tilheyrir fortíðinni og þeir töluðu um mig sem vandræðagemsa. El Hadji Diouf, fótboltamaðurinn, er ekki sá sami og myndi stjórna sambandinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina