Sky Sports telur að Al Ittihad í Sádí Arabíu muni ekki hætta að eltast við Mo Salah, þrátt fyrir að Liverpool segi að kauði sé ekki til sölu.
Salah er launahæsti leikmaður í sögu Liverpool með rúm 300 þúsund pund á viku í dag.
Al Ittihad er tilbúið að borga Salah 1,5 milljón punda á viku eða sem nemur því að fimmfalda laun kappans.
Þá segir Sky að Al Ittihad sé tilbúið að borga meira en 100 milljónir punda fyrir Salah sem myndi gera hann að einum dýrasta leikmanni sem enskt lið hefur selt.
Talið er að Salah þurfi að búa til vesen á Anfield svo Liverpool selji hann en hann er afar ólíklegur til þess.