fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

PSG gefst ekki upp þrátt fyrir að risatilboði hafi verið hafnað

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 07:00

Kolo Muani í úrslitaleik HM 2022. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Saint-Germain gefst ekki upp á að reyna að fá Randal Kolo Muani til liðs við sig þrátt fyrir að stóru tilboði félagsins hafi verið hafnað af Frankfurt á dögunum.

Hinn 24 ára gamli Muani er franskur landsliðsmaður sem skoraði 15 mörk í þýsku Bundesligunni á síðustu leiktíð. Hann kom til Frankfurt frá Nantes fyrir rúmu ári síðan.

Þýska félagið hafnaði tilboði PSG á dögunum upp á 70 milljónir evra auk 10 milljóna evra síðar meir.

Samkvæmt L’Equipe gefst PSG þó ekki upp og heldur áfram að reyna að landa Muani.

Það kemur einnig til greina að hann verði lánaður með kaupmöguleika eða að Hugo Ekitike fari til Frankfurt í skiptum fyrir Muani.

Muani á að baki níu A-landsleiki fyrir hönd Frakklands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina