fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Neyðarfundur boðaður á Spáni – Í skugga perraskaps fær árangur þeirra enga athygli og forsetinn er í klandri

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. ágúst 2023 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn knattspyrnusambandsins á Spáni hefur boðað til neyðarfundar sem líklega fer fram á morgun, er þetta gert vegna framkomu forseta sambandsins.

Spánn varð heimsmeistari kvenna á sunnudag en atvik eftir það eru til umræðu á Spáni og út um allan heim.

Að leik loknum mætti Luis Rubiales, forseti sambandsins inn á völlinn og kyssti þar Jennifer Hermoso, eina af stjörnum spænska liðsins beintá munninn.

Hann kyssti fleiri leikmenn eftir það en ekki á munninn eins og í tilfelli Jennifer Hermoso.

Rubiales reyndi að grínast með málið til að byrja með en ákvað svo að biðjast afsökunar, hann vildi fá Hermoso með sér í að tala málið niður en hún neitaði því.

Spænskir miðlar segja að Rubiales detti ekki í hug að segja af sér en stjórnin hefur boðað til neyðarfundar til að ræða þetta mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona