fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Greenwood rýfur þögnina eftir tíðindi dagsins – „Ég gerði ekki það sem ég er sakaður um“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 21. ágúst 2023 14:23

Mason Greenwood.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfar þess að Manchester United tilkynnti það að hann myndi ekki vera áfram í herbúðum félagsins. Innanbúðarrannsókn leiddi ákvörðunina í ljós og var hún tilkynnt fyrr í dag.

Meira
Stórtíðindi berast frá Englandi – Greenwood spilar ekki fyrir Manchester United á ný

Greenwood hefur ekki æft eða spilað með United í átján mánuði eftir að unnusta hans sakaði hann um nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi.

Málið var fellt niður fyrr á þessu ári og hefur Manchester United síðan skoðað málið hjá sér.

Nú er niðurstaða komin í málið og telur félagið heppilegst að Greenwood haldi knattspyrnuferli sínum áfram annars staðar en hjá United.

Greenwood tekur í svipaðan streng og segir ákvörðunina um að fara hans og félagsins. Hann segist hins vegar saklaus af þeim ásökunum sem á hann voru bornar.

Kappinn stefnir á að bæta sig sem knattspyrnumaður og manneskja hjá öðru félagi.

Yfirlýsing Greenwood
Ég vil byrja á því að segja að ég skil þau sem dæma mig út frá því sem þau hafa séð og heyrt á samfélagsmiðlum. Ég veit að fólk heldur það versta. Þegar ég var að alast upp var mér kennt að hvers konar ofbeldi í sambandi væri rangt.

Ég gerði ekki það sem ég er sakaður um og í febrúar var ég hreinsaður af öllum ásökunum. Hins vegar viðurkenni ég það að hafa gert mistök í sambandinu mínu og tek ábyrgð á þeim. Ég er að læra og veit að ég þarf að vera góð fyrirmynd sem atvinnumaður í knattspyrnu. Ég er einbeittur á þá miklu ábyrgð sem það verður að vera faðir og góður maki.

Ákvörðunin í dag er hluti af sameiginlegu ferli Manchester United, fjölskyldu minnar og mín. Besta ákvörðunin fyrir okkur öll er að ég haldi áfram með minn feril annars staðar en á Old Trafford, þar sem viðvera mín mun ekki hafa truflandi áhrif á félagið.

Ég vil þakka félaginu fyrir að hafa stutt mig frá því ég kom aðeins sjö ára gamall. United verður alltaf hluti af mér. Ég er svo þakklátur fyrir fjölskyldu mína og þá sem standa mér næst fyrir stuðninginn og nú þarf ég að endurgjalda traustið sem ég hef fengið. Ég ætla mér að verða betri knattspyrnumaður, en aðallega góður faðir, betri manneskja og að nýta hæfileika mína til góðs innan vallar sem utan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra
433Sport
Í gær

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“
433Sport
Í gær

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur
433Sport
Í gær

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag
433Sport
Í gær

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Í gær

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“