Liverpool hefur lagt fram kauptilboð í Wataru Endo, miðjumann Stuttgart.
Enska félagið er á höttunum á eftir nýjum miðjumanni en það hefur misst af Moises Caicedo og Romeo Lavia til Chelsea undanfarið.
Sofyan Amrabat hefur þá verið orðaður við Liverpool en nú gæti liðið verið að fá Endo, sem er þrítugur leikmaður.
Endo er að upplagi djúpur miðjumaður en getur einnig leyst stöðu miðvarðar.
Leikmaðurinn vill ólmur fara til Liverpool en viðræður á milli félaganna standa yfir.
Endo á að baki 50 A-landsleiki fyrir Japan.
EXCLUSIVE: Liverpool submit formal bid to sign Japanese midfielder Wataru Endō on permanent deal 🚨🔴🇯🇵 #LFC
Negotiations ongoing with Stuttgard — player wants the move as it’s biggest opportunity of his career.
Surprisining move by Liverpool director Schmadtke. pic.twitter.com/sQwtnp67ik
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 16, 2023