Fabinho leikmaður Al-Ittihad þreytti frumraun sína í úrvalsdeildinni í Sádí Arabíu í gær þegar liðið hans vann 3-0 sigur á Al-Raed.
Fabinho og N´Golo Kante byrjuðu saman á miðsvæði Al-Ittihad en þar var einnig Karim Benzema í fremstu víglínu.
Fabinho var maður leiksins að flestra mati og einn stuðningsmaður Al-Ittihad var heldur betur sáttur með fyrrum miðjumann Liverpool.
Stuðningsmaðurinn mætti með glæsilegt Rolex úr og gaf Fabinho eftir leikinn en miðjumaðurinn varð ansi hissa.
Svo hissa varð kauði að hann festi úrið ekki almennilega og datt það í jörðina, en svo virðist sem engar skemmdir hafi orðið á þessu rándýra úri.
الاعلامي " ابراهيم الفريان " يقوم بإهداء محترف #الاتحاد ( فابينهو ) .. " ساعة " كونه أحد نجوم المباراة#الاتحاد_الرائد#دوري_روشن_السعودي pic.twitter.com/43HEM6jWXw
— علاء سعيد (@alaa_saeed88) August 14, 2023