Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur tjáð sig um leik sinna manna við Chelsea í dag.
Liverpool komst yfir á Stamford Bridge með marki Luis Diaz en Axel Disasi jafnaði metin fyrir Chelsea.
Klopp var ánægður með hvernig hans menn byrjuðu leikinn en viðurkennir að Chelsea hafi svo tekið stjórn.
,,Við vorum nokkuð sannfærandi í byrjun og skoruðum tvö frábær mörk, eitt var dæmt af vegna rangstöðu,“ sagði Klopp.
,,Eftir það opnuðum við dyrnar fyrir Chelsea og töpuðum boltanum á slæmum stöðum. Leikurinn fór í aðra átt og við vorum ekki með stjórn á honum.“
,,Chelsea fékk fleiri tækifæri í seinni hálfleik en við mættum til leiks. Þetta var erfitt fyrir bæði lið en við fáum stig heima hjá Chelsea.“