fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Stjórinn tjáir sig um brotthvarf Kane – Taldi hann vilja fara eftir fyrsta spjall þeirra

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 11. ágúst 2023 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, tjáði sig um yfirvofandi skipti Harry Kane til Bayern Munchen í dag.

Kane er á leið til Bayern á 100 milljónir evra og getur upphæðin hækkað í 120 milljónir evra síðar meir. Gerir kappinn fjögurra ára samning í Bæjaralandi.

„Nú vitum við hver staðan er og getum haldið áfram,“ sagði Postecoglou, sem tók við Tottenham í sumar.

„Mér skilst að það sé nær allt frágengið. Við undirbúum okkur fyrir framhaldið og leikinn gegn Brentford án Harry.“

Framtíð Kane var til umræðu í allt sumar en Postecoglou telur að hann hafi alltaf viljað leita annað ef samkomulag næðist.

„Eftir að hafa talað við hann á fyrsta degi var tilfinning mín sú að hann væri búinn að gera það upp við sig að fara ef félögin næðu samkomulagi. Hann var samt til í að vera áfram ef það næðist ekki samkomulag.

Hann er einn sá besti sem hefur spilað fyrir klúbbinn. Á því liggur enginn vafi. Tölfræðin talar sínu máli,“ sagði Postecoglou svo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney