Harry Kane er á leið til Bayern Munchen eins og fjallað var mikið um í gær.
Enski framherjinn hefur verið orðaður við Bayern í allt sumar og skiptin virðast nú loks ætla að ganga í gegn.
Tottenham samþykkti tilboð Bayern snemma í gær. Pep Guardiola, fyrrum stjóri Bayern og núverandi stjóri Manchester City virkaði hins vegar nokkuð hissa á tíðindunum, eins og sjá má á myndbandinu hér neðar.
Guardiola lofsamaði Kane þó einnig.
„Allir vita hvað hann er góður. Horfið bara á hann. Hann er stórkostlegur framherji,“ sagði Spánverjinn.
„Hann er góður með vinstri, hægri, að detta niður, gefa stoðsendingar, skora mörk úr teignum, ótrúlegur.“
The moment Pep Guardiola found out about Harry Kane to Bayern Munich 🇩🇪 pic.twitter.com/wZIuxvT8sq
— GOAL (@goal) August 10, 2023