Miðað við nýjustu fregnir eru engar líkur á því að Ítalinn Wilfried Gnonto verði áfram hjá Leeds í vetur.
Daily Mail segir að þessi 19 ára gamli leikmaður hafi engan áhuga á því að spila í næst efstu deild með Leeds.
Um er að ræða afar efnilegan leikmann sem hefur beðið félagið um að velja sig ekki í leikmannahópinn í næstu leikjum.
Gnonto lék með Leeds gegn Cardiff síðasta sunnudag en hann á í hættu á að verða sektaður um háa upphæð ef hann neitar að spila.
Leeds vill þó ekki losna við Gnonto sem á fjögur ár eftir af samningi sínum við félagið.
Gnonto á að baki 11 landsleiki fyrir Ítalíu og heimtar það að spila í sterkari deild til að eiga möguleika á að spila á EM á næsta ári.