fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Hefur engan áhuga á því að vera áfram: Telur deildina of lélega – Biður félagið um að velja sig ekki

Victor Pálsson
Föstudaginn 11. ágúst 2023 18:45

Wilfried Gnonto.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við nýjustu fregnir eru engar líkur á því að Ítalinn Wilfried Gnonto verði áfram hjá Leeds í vetur.

Daily Mail segir að þessi 19 ára gamli leikmaður hafi engan áhuga á því að spila í næst efstu deild með Leeds.

Um er að ræða afar efnilegan leikmann sem hefur beðið félagið um að velja sig ekki í leikmannahópinn í næstu leikjum.

Gnonto lék með Leeds gegn Cardiff síðasta sunnudag en hann á í hættu á að verða sektaður um háa upphæð ef hann neitar að spila.

Leeds vill þó ekki losna við Gnonto sem á fjögur ár eftir af samningi sínum við félagið.

Gnonto á að baki 11 landsleiki fyrir Ítalíu og heimtar það að spila í sterkari deild til að eiga möguleika á að spila á EM á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Græðir þú á leik Íslands?

Græðir þú á leik Íslands?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt