fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Neville breytti spá sinni um hver verður Englandsmeistari í miðjum þætti og viðstaddir voru undrandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. ágúst 2023 13:30

Gary Neville og Ole Gunnar Solskjær / Gettyimages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparspekingurinn og Manchester United goðsögnin Gary Neville telur að Arsenal sé eina liðið sem geti skákað Manchester City í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn á komandi leiktíð.

Arsenal var í hörkubaráttu við City um Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð en síðarnefnda liðið hafði að lokum betur og vann sinn þriðja Englandsmeistaratitil í röð.

Neville ræddi spá sína fyrir komandi tímabil í þættinum The Overlap.

„Arsenal hefði ekki getað gert meira til að brúa bilið í Manchester City. Þeir hafa sýnt mikinn vilja með leikmönnunum sem þeir hafa fengið inn,“ sagði Neville, en Declan Rice, Kai Havertz og Jurrien Timber eru mættir til félagsins.

„Þeir verða betri með þeim leikmönnum sem þeir fengu inn. Það sem veldur mér áhyggjum er að þeir eru eina liðið sem ég tel að geti skákað City í baráttunni um titilinn.

Ég held að þeir verði mjög nálægt City en myndi samt spá City titlinum, rétt svo.“ 

Síðar í þættinum breytti Neville þó um skoðun.

„Ég held að Arsenal vinni deildina og að City verði í öðru. Ef ég þyrfti að leggja líf mitt að veði myndi ég segja City en ég ætla bara að segja Arsenal.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Sviss

Íslendingar að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Úrslitaleikurinn fluttur fram um þrjá tíma

Úrslitaleikurinn fluttur fram um þrjá tíma
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni
433Sport
Í gær

Blikar áfram en Valur fer í nýju keppnina

Blikar áfram en Valur fer í nýju keppnina
433Sport
Í gær

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“