Sóknarmaðurinn Rasmus Hojlund hefur skrifað undir samning við Manchester United og er genginn í raðir félagsins.
Kaupverðið ku vera um 70 milljónir punda en Hojlund er afar efnilegur og kemur frá Danmörku.
Um er að ræða tvítugan dreng sem lék bæði með FC Kaupmannahöfn og Bröndby í heimalandinu en vakti mesta athygli sem leikmaður Atalanta á Ítalíu.
Hann spilaði aðeins eitt tímabil með Atalanta og skoraði þar níu mörk í 32 deildarleikjum.
Fyrir utan það hefur ungstirnið skorað sex mörk í sex leikjum fyrir danska landsliðið.
Hojlund er framherji og hefur einnig leikið með Sturm Graz í Austurríkiog þá aðeins í eitt tímabil.