Knattspyrnuaðdáendur geta verið sérstakir eins og allir sem lesa þennan miðil ættu að kannast við.
Chrstopher Nkunku, leikmaður Chelsea, meiddist á dögunum er liðið spilaði við Dortmund í Þýskalandi.
Um var að ræða æfingaleik sem fór fram í Bandaríkjunum en hann var spilaður á Soldier Field í Chicago.
Það var grasið á vellinum sem olli meiðslum Nkunku sem kom til Chelsea í sumar frá RB Leipzig.
Nú eru stuðningsmenn Chelsea farnir að senda tónlistarmanninum Ed Sheeran skilaboð en hann hélt tónleika á þessum velli fyrir framan 73 þúsund manns fyrir fjórum dögum.
Aðdáendur Sheeran voru margir á grasinu sjálfu á meðan tónleikarnir fóru fram og var grasið ekki í sínu besta ástandi er viðureign Dortmund og Chelsea fór fram.
,,Ég var aðdáandi Ed Sheeran. Í dag er hann ekkert nema rauðhærður trúður fyrir mér,“ skrifar einn til Sheeran.
Annar bætir við: ,,Frábær tónlist, vinalegur náungi en ef Nkunku er frá í langan tíma þá verð ég mættur á bílastæðið.“
Ansi skrautleg skilaboð en í flestum tilfellum voru menn að grínast í tónlistarmanninum sem fylgist sjálfur með fótbolta.