Paris Saint-Germain hefur hasfnað tilboði frá Al-Hilal í Sádí Arabíu í miðjumanninn öfluga Marco Verratti.
Frá þessu greinir Fabrizio Romano en talið var að Verratti væri á leiðinni í efstu deild þar í landi.
Al-Hilal hefur sýnt Verratti mikinn áhuga og hefur leikmaðurinn sjálfur samþykkt að ganga í raðir félagsins.
Eigandi PSG, Nasser Al-Khelaifi, neitar hins vegar að taka tilboði Al-Hilal upp á 30 milljónir evra.
Félagið þyrfti að hækka boð sitt til að eiga möguleika á Verratti sem er 30 ára gamall og vill fá þykkri launatékka sem býðst í Sádí Arabíu.