fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Sádar með svakalegt tilboð í Osimhen – Fengi hátt í 200 milljónir í laun á viku

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 31. júlí 2023 14:46

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Al Hilal hefur lagt fram 140 milljóna evra tilboð í Victor Osimhen. Sky Sports segir frá.

Osimhen var frábær fyrir Napoli á síðustu leiktíð er liðið varð Ítalíumeistari. Hann var í kjölfarið orðaður við stærstu félög Evrópu en undanfarið hefur útlitið verið á þann veg að hann verði áfram hjá Napoli.

Al Hilal gæti hins vegar breytt því.

Það er þó ekki talið að fyrsta tilboðið muni duga til og að félagið þurfi að bjóða yfir 150 milljónir evra til að Napoli íhugi tilboðið.

Al Hilal er þá til í að borga Osimhen rúmlega eina milljón evra á viku.

Nígerski framherjinn á tvö ár eftir af samningi sínum við Napoli og hefur ekki náð samkomulagi um nýjan samning hingað til.

Sádar hafa, eins og flestir vita, látið til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar. Fjöldi stjarna er kominn í deildina þar í landi.

Þá bauð Al Hilal 300 milljónir punda í Kylian Mbappe á dögunum en hann vildi ekki koma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar
433Sport
Í gær

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Í gær

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“