Romelu Lukaku, leikmaður Chelsea, hefur tjáð sig um hvort hann sé á leið til Juventus í sumar eða ekki.
Aðdáandi Inter Milan náði Lukaku á myndband og spurði Belgann hvort hann væri að semja við Juventus.
Framtíð Lukaku er í mikilli óvissu en Inter vildi einmitt fá hann í sumar en dró sig svo úr kapphlaupinu.
Ástæðan er sú að Inter var alls ekki ánægt með framkomu Lukaku sem var á sama tíma að ræða við Juventus.
Framherjinn er enn samningsbundinn Chelsea en virðist ekki eiga framtíð fyrir sér hjá félaginu.
,,Nei, nei… Ég býst ekki við að þessi skipti fari í gegn,“ sagði Lukaku við stuðningsmanninn og brosti.