fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Ætluðu að vera komnir lengra – „Væri best að þurfa ekki að tala um þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. júlí 2023 14:30

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vonbrigðin leyndu sér ekki er Óskar Hrafn Þorvaldsson mætti til viðtals eftir 0-2 tap gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu í gær.

Liðin mættust í fyrri leik sínum í 2. umferð forkeppninnar og fór hann fram hér heima.

Meira
Óskar Hrafn eftir tapið: „Það var smá högg og sjokk“

Blikar áttu heilt yfir mjög fínan leik en mistök á lykilaugnablikum urðu þeim að falli.

„Mér finnst við ekki vera á þeim stað í dag að við getum bara verið voða sáttir við að ná flottum spilköflum og að hafa náð að pressa á þá. Mér finnst að við eigum að krefjast meira af okkur,“ sagði Óskar við 433.is eftir leikinn í gærkvöldi.

„FCK er með frábært lið en við ætlum okkur að vera komnir lengra heldur en það að spila gegn þessum liðum, spila rosa sætt á milli teiganna og missa svo einbeitinguna á lykilaugnablikum varnarlega og ekki nýta allar stöðurnar sem við fáum.

Það væri best að þurfa ekki að tala um þetta en þetta er vandamál sem skýtur upp kollinum reglulega. Við verðum að verða betri í þessu og verkefnið á Parken er að gera þessa hluti betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri
433Sport
Í gær

Sean Dyche brjálaður – Skoraði United ólöglegt mark í gær?

Sean Dyche brjálaður – Skoraði United ólöglegt mark í gær?
433Sport
Í gær

Vandræði Xavi Simons halda áfram – Niðurlægður í gær

Vandræði Xavi Simons halda áfram – Niðurlægður í gær