Það er óhætt að segja að Grindavík sé að ganga í gegnum vonbrigðartímabil eftir að margir bjuggust við miklu í sumar.
Grindavík tapaði í kvöld sínum sjötta deildarleik á tímabilinu og hefur aðeins unnið fjóra úr 13 umferðum.
Um er að ræða eitt dýrasta ef ekki dýrasta lið Lengjudeildarinnar en Selfoss vann heimasigur gegn þeim gulu í kvöld, 2-0.
Þór vann þá lið Gróttu 3-1 og nálgast umspilssæti en liðið er með jafn mörg stig og Leiknir sem er í fimmta sæti.
Grótta er enn í fjórða sætinu, tveimur stigum á undan Þór.
Selfoss 2 – 0 Grindavík
1-0 Valdimar Jóhannsson (’49)
2-0 Þorsteinn Aron Antonsson (’86)
Þór 3 – 1 Grótta
1-0 Bjarni Guðjón Brynjólfsson (’31)
2-0 Valdimar Daði Sævarsson (’48)
3-0 Valdimar Daði Sævarsson (’74)
3-1 Aron Bjarki Jósepsson (’84)