Erling Haaland er á miklu betri stað í dag en á sama tíma í fyrra líkamlega að sögn Pep Guardiola, stjóra Manchester City.
Haaland varð markakóngur Englands á síðustu leiktíð og skoraði 36 mörk sem er met í úrvalsdeildinni.
Það er ansi ógnvekjandi ef Haaland mætir enn sterkari til leiks í vetur og eru fáar varnir ef einhverjar sem myndu ráða við það.
Guardiola segir að Haaland líti mun betur út en á sama tíma og í fyrra en Man City hefur hafið sitt undirbúningstímabil.
,,Miðað við á síðustu leiktíð, á sama tímapunkti þá er hann í miklu betra standi eftir að hafa komið frá Dortmund,“ sagði Guardiola.
,,Ég veit að við myndum elska ef tímabilið væri eins og í fyrra. Hann lítur vel út en hann er enn ekki í sínu besta standi líkt og aðrir leikmenn.“