Framherjinn öflugi Ben Brereton Diaz er strax orðinn gríðarlega vinsæll á meðal nýju liðsfélaga sinna.
Diaz skrifaði undir hjá Villarreal í sumar en hann hafði fyrir það gert góða hluti með Blackburn.
Diaz er 24 ára gamall og þurfti að taka áskorun líkt og aðrir nýir leikmenn og kaus það að syngja lagið ‘Sweet Caroline’ með Neil Diamond.
Valið var afskaplega vinsælt á meðal leikmanna Villarreal sem í raun misstu sig og sungu með af miklum krafti.
Skemmtilegt myndband sem má sjá hér.
Si eres nuevo en el Villarreal, tienes que pagar el precio 🎤
🎶 Sweet Caroline
🎙️ @benbreo🔝🔝🔝 pic.twitter.com/J96VEX1897
— Villarreal CF (@VillarrealCF) July 20, 2023