Manchester United tókst ekki að selja Anthony Elanga til Everton þar sem sænski sóknarmaðurinn hafnaði því að fara til félagsins.
Daily Mail segir að Elanga hafi átt samtal við Everton en efast stórlega um taktík Sean Dyche.
Sænski sóknarmaðurinn telur að beinskeyttur leikstíll Dyche henti sér ekkert sérstaklega vel.
Elanga var í aukahlutverki hjá United á síðustu leiktíð og er til sölu í sumar.
Fleiri félög vilja fá Elanga sem er til sölu í sumar á meðan United reynir að safna fjármunum fyrir fleiri leikmönnum.