Josko Gvardiol verður dýrasti varnarmaður sögunnar þegar Manchester City klárar kaup á honum í vikunni.
City mun greiða 90 milljónir punda fyrir varnarmanninn frá Króatíu.
Harry Maguire kom til Manchester United fyrir fimm árum á 80 milljónir punda og er sá dýrasti hingað til.
Gvardiol er 21 árs gamall en hann er annar Króatinn sem City kaupir í sumar en áður festi félagið kaup á Mateo Kovacic.
Gvardiol kemur til City frá RB Leipzig í Þýskalandi þar sem hann hefur átt afar góðu gengi að fagna.