Martia Diaz unnusta Sergio Reguilon varnarmanns Tottenham birti mynd af sér í baði og netverjar hrósa henni mikið.
Ensk blöð hafa lengi fjallað um Diaz sem fallegustu unnustu knattspyrnumanns.
Parið frá Spáni er komið aftur til London eftir lánsdvöl varnarmannsins á Spáni.
Diaz hélt upp á það með að skella sér í bað og birti mynd af sér í því. Myndin vekur mikla athygli.
„Sú fallegasta í heimi,“ skrifar einn netverji við myndina og fleiri taka í sama streng.
Diaz og Reguilon hafa verið saman um langt skeið og virðist allt blómstra hjá þessu laglega pari en Marta er með 3,3 milljónir fylgjenda á Instagram.