fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Ingvar Örn stígur fram og segir frá alvarlegu kynþáttaníði sem sonur hans varð fyrir á Akureyri – „Welcome to Iceland“

433
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvar Örn Sighvatsson, faðir ungs drengs segir að hann hafi orðið fyrir kynþáttaníði á Akureyri á dögunum. Atvikin eiga að hafa átt sér stað á N1 mótinu í knattspyrnu sem haldið er fyrir unga drengi á hverju ári.

Drengurinn ungi á þeldökka mömmu en faðir hans Ingvar er hvítur. Faðirinn ræddi þetta í Morgunútvarpinu á RÚV í morgun.

„Þetta var í rauninni fleira en eitt atvik en við heyrðum á honum eftir einn leik að þetta voru drengir á hliðarlínunni sem voru úr sama liði og hann var að keppa við. Þetta eru mörg lið frá hverju íþróttafélagi. Þeir voru að gera athugasemdir við hann sem vörðuðu uppruna hans. Welcome to Iceland og eitthvað annað sem hann sagði okkur ekki,“ sagði Ingvar Örn á RÁS 2 í morgun.

Ingvar segir foreldrana ekki krefja drenginn unga um nánari lýsingar. „Við höfum ekki verið að krefja hann um nákvæma lýsingu á því sem fram fer. Hann vill oft ekki tala um það,“ segir Ingvar sem fór til mótsstjórnar sem tók vel í athugasemd hans.

Drengurinn ungi brotnaði niður eftir einn leikinn og hljóp grátandi til móður sinnar.

„Svo gerðist þetta aftur seinna á mótinu. Þá í rauninni kom hann til móður sinnar í tárum eftir leik sem þeir höfðu unnið. Það var fögnuður en hann var í tárum af því að það voru aftur athugasemdir tengdar uppruna hans eitthvað í þessum dúr,“ segir Ingvar.

Vandamálið stækkað síðustu ár:

Ingvar segir að vandamálið í kringum orðræðu í garð drengsins hafa aukist ár frá ári.

„Þetta er vandi sem við höfðum séð vaxa eftir því sem hann eldist. Í leikskóla er þetta einlæg forvitni, af hverju ertu svona brúnn. Þú ert eins og súkkulaði. Svona skemmtilegt. Þetta er barnsleg einlægni og þetta er saklaust. Eftir því sem hann eldist þá sjáum við meira að þetta er notað í smækkandi tilgangi,“ segir Ingvar.

„Við sjáum á honum að líðanin hefur verið að breytast með hverju árinu. Við vitum ekki hvað er alltaf í gangi. Hann segir okkur ekki allt.“

Ingvar segir að á Íslandi sé ekkert gert til að koma í veg fyrir svona fordóma. „Við erum ekki að gera neitt til að uppræta þá, benda fólki á þá því það þarf átak til að takast á við þetta,“ segir Ingvar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kom síðasti leikurinn á föstudag? – ,,Við sjáum til“

Kom síðasti leikurinn á föstudag? – ,,Við sjáum til“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Willum er nýr forseti ÍSÍ

Willum er nýr forseti ÍSÍ
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bayern hefur mikinn áhuga en hann bíður eftir ákveðnu liði

Bayern hefur mikinn áhuga en hann bíður eftir ákveðnu liði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Máni segir erfitt að rýna í stöðuna og að við gætum vel fengið óvænta niðurstöðu

Máni segir erfitt að rýna í stöðuna og að við gætum vel fengið óvænta niðurstöðu
433Sport
Í gær

„Mikilvægt að þeir kynnist mér strax svo við þurfum ekki að eyða dýrmætum tíma í það í haust“

„Mikilvægt að þeir kynnist mér strax svo við þurfum ekki að eyða dýrmætum tíma í það í haust“
433Sport
Í gær

Máni baunar á yfirvöld: 500 milljóna framkvæmd breyti ekki staðreyndum málsins – „Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum“

Máni baunar á yfirvöld: 500 milljóna framkvæmd breyti ekki staðreyndum málsins – „Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum“