Áhorfendur fengu ekki of mikið fyrir sinn snúð í kvöld er tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla.
Um 1500 manns voru mættir á Meistaravelli í kvöld og sáu þar KR taka á móti FH þar sem eitt mark var skorað.
Luke Rae skoraði eina markið fyrir KR á lokamínútu leiksins og kemur liðinu upp í fjórða sætið.
Úlfur Ágúst Björnsson vill gleyma þessum leik sem fyrst en hann klikkaði á vítapunktinum fyrir FH á 78. mínútu.
Ekkert mark var þá skorað í hinum leik kvöldsins en Fylkir tók þar á móti HK í markalausu jafntefli.
KR 1 – 0 FH
1-0 Luke Rae(’90)
Fylkir 0 – 0 HK