fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Ansi undarlegt atvik á Meistaravöllum: Var með ræðu tilbúna um Kjartan en hætti við – ,,Hljómar eins og eitthvað stirt sé á milli“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 20:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ansi undarlegt atvik átti sér stað í kvöld fyrir leik KR og FH sem fer nú fram á Meistaravöllum.

Það er Fótbolti.net sem vekur athygli á málinu sem tengist framherjanum Kjartani Henry Finnbogasyni.

Kjartan gekk í raðir FH frá einmitt KR eftir síðasta tímabil en skildi ekki vel við sitt uppeldisfélag.

Fótbolti.net segir frá því í textalýsingu snu að vallarþulurinn í Vesturbæ hafi verið með ræðu tilbúna til að heiðra endurkomu Kjartans en svo hafi verið hætt við.

,,KR ætlaði að heiðra Kjartan Henry með viðurkenningarplatta fyrir leikinn. Það var búið að skrifa ræðu fyrir vallarþulinn. Svo kemur formaður KR í blaðamannastúkuna 5 mínútum fyrir leik og segir að KR sé hætt við. Hljómar eins og eitthvað stirt sé á milli,“ kemur fram í textalýsingunni.

Kristján Óli Sigurðsson greinir svo frá því á Twitter að Kjartan hafi afþakkað þakklættisvottinn frá sínu fyrrum félagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Viðurkennir að hann sé sjálfur að heyra í liðum í Bandaríkjunum

Viðurkennir að hann sé sjálfur að heyra í liðum í Bandaríkjunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Salah opnar sig um hvað átti sér stað – ,,Ég er ekki að ráðast á Liverpool en veit hvernig þeir hafa komið fram við leikmenn“

Salah opnar sig um hvað átti sér stað – ,,Ég er ekki að ráðast á Liverpool en veit hvernig þeir hafa komið fram við leikmenn“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Crystal Palace bikarmeistari eftir sigur á Manchester City

Crystal Palace bikarmeistari eftir sigur á Manchester City
433Sport
Í gær

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Staðfesta komu Huijsen fyrir 50 milljónir

Staðfesta komu Huijsen fyrir 50 milljónir