Marcus Rashford er að skrifa undir fimm ára samning við Manchester United en hann hefur hafnað öðrum liðum á Englandi og stórliðum í Evrópu.
Mörg af þeim liðum vildu borga Rashford meira en United. Það er David Ornstein hjá The Athletic sem segir frá og segir hann að allt sé svo gott sem klappað og klárt.
Verið er að klára síðustu smáatriði á samningum áður en Rashford skrifar undir.
Ensk blöð segja að Rashford fái 375 þúsund pund á viku en áður var hann með 200 þúsund pund á viku.
Eru þetta sömu laun og David de Gea hafði hjá United í mörg ár en félagið ákvað að láta hann fara frítt í sumar.