fbpx
Mánudagur 08.september 2025
433Sport

Móðir Dele Alli grætur og grætur – Hafði ekki hugmynd um kynferðisbrotið

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. júlí 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Denise, móðir knattspyrnumannsins Dele Alli hefur grátið stanslaust undanfarna daga eftir að sonur hennar steig fram og sagði frá lífi sínu.

Dele steig fram í viðtali á Sky Sports í síðustu viku þar sem hann fór yfir líf sitt. Denise var í neyslu þegar Dele var ungur og var brotið kynferðislega á honum þegar hann var sex ára gamall.

Meira:
Alli var misnotaður af vini móður sinnar sem barn og fór að selja eiturlyf snemma – „Ég var sex ára gamall“

Atvikið átti sér stað á heimili Denise og var það vinur hennar sem braut á Alli. Knattspyrnumaðurinn var ungur byrjaður að selja eiturlyf en fór svo á fósturheimili þegar hann var tólf ára gamall.

„Ég hef ekki hætt að gráta frá því að ég heyrði frá ofbeldinu sem sonur minn mátti þola. Ég hafði ekki hugmynd um að það hefði verið brotið kynferðislega á honum,“ segir Denise.

„Ég er svo leið, það brýtur í mér hjartað að einhver sem ég bauð á heimili mitt hafi brotið traust mitt á versta mögulega hátt.“

„Ég kem því ekki í orð hversu illa mér líður yfir því að eiga ekkert samband við son minn lengur. Ég vona bara að það breytist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Allir æfðu í París
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hver er staðan á Alberti?

Hver er staðan á Alberti?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hákon: „Það er pirrandi en svona þjóðir gera þetta“

Hákon: „Það er pirrandi en svona þjóðir gera þetta“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þolinmóðir Íslendingar komust yfir – Sjáðu markið

Þolinmóðir Íslendingar komust yfir – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“