Hinn 27 ára gamli Alli þótti eitt sinn einn efnilegasti leikmaður heims. Ferill hans hefur hins vegar farið niður á við undanfarin ár. Hann yfirgaf Tottenham fyrir Everton í janúar 2022 en ekkert gekk upp þar. Hann var svo lánaður til Besiktas í Tyrklandi fyrir síðustu leiktíð.
Þar gekk hins vegar lítið upp hjá Alli heldur og í apríl sneri hann aftur til Englands vegna meiðsla.
„Þegar ég var sex ára gamall var ég misnotaður kynferðislega af vini móður minnar. Hún var alkahólisti,“ sagði Alli og átti skiljanlega erfitt með að halda aftur af tárunum, sem og Neville.
Æska Alli var almennt mjög erfið.
„Þegar ég var sjö ára byrjaði ég að reykja og átta ára gamall var ég farinn að selja eiturlyf. Eldri manneskja sagði við mig að þeir myndu aldrei stöðva barn á hjóli svo ég hjólaði um með fótboltann minn en undir voru eiturlyf.
Þegar Alli var 12 ára gamall var hann hins vegar ættleiddur af góðri fjölskyldu. Þá breyttist lífið til hins betra.
„Ég hefði ekki getað beðið um betra fólk til að sjá um mig. Ef guð bjó til fólk voru það þau. Þau voru ótrúleg og hjálpuðu mér mikið.
Ég átti samt erfitt með að opna mig fyrir þeim því mér leið eins og þau gætu alltaf losað sig við mig,“ sagði Alli.