Manchester City er á barmi þess að selja Riyad Mahrez til Al Ahly í Sádí Arabíu. The Athletic segir frá þessu.
Þessi 32 ára kantmaður frá Alsír hefur átt frábæran feril á Englandi og orðið meðal annars enskur meistari með Leicester og City.
City er tilbúið að taka 30 milljóna punda tilboði Al Ahly en sjálfur mun Mahrez þéna 25 milljónir punda á ári.
Athletic segir að Mahrez fari í læknisskoðun í þessari viku og er City byrjað að leita að eftirmanni hans.
Mahrez er nýjasta stjarnan sem heldur til Sádí þar sem launin eru miklu betri en leikmenn fá í Evrópu.