Cole Palmer ungur framherji Manchester City vill fara á lán á komandi leiktíð og gæti spilað með Íslendingi.
Burnley þar sem Jóhann Berg Guðmundsson er í stóru hlutverki hefur áhuga á því að krækja í Palmer.
Palmer sem er 21 árs gamall hefur spilað fyrir öll yngri landslið Englands.
Hann vill nú fá dýrmæta reynslu en hann hefur spilað 18 deildarleiki fyrir City.
Burnley er komið aftur upp í ensku úrvalsdeildina en félagið hefur sterk tengsl í City vegna Vincent Kompany sem er stjóri Burnley og fyrrum fyrirliði City.
🚨Burnley are reportedly interested in Manchester City youngster Cole Palmer. [Alan Nixon]
The 21 year-old is reportedly keen to go on loan to get some first-team game time. Thoughts?👇 pic.twitter.com/fkFVz8lNw3
— The-Clarets (@TheClarets_com) July 17, 2023