Eiginkona Fabinho, Rebeca Tavares, er talin vera búin að gefa upp hvert eiginmaðurinn sé að halda í sumar.
Margir búast við að Fabinho sé á förum frá Liverpool en hann gekk í raðir félagsins fyrir fimm árum.
Síðan þá hefur Brasilíumaðurinn spilað 151 deildarleik og skorað átta mörk en hann var áður hjá Monaco.
Eiginkonan Tavares er dugleg að birta myndir af parinu á Instagram síðu sína og er mjög virk á miðlinum.
Hún er nú byrjuð að fylgja notenda að nafni ‘welcomesaudi’ á Instagram sem bendir til þess að Fabinho sé á leið til Sádí Arabíu.
Fabinho hefur sterklega verið orðaður við brottför til Sádí Arabíu undanfarnar vikur og virðist það ætla að verða að veruleika.